Færsluflokkur: Spil og leikir
25.1.2018 | 23:01
Skákdagurinn 26. janúar
Skákdagurinn er árlega, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans, 26. janúar. Skákfélagið þjófstartaði og hóf atskákmót sitt 24. og voru telfdar 3 fyrstu umferðirnar af 5, en mótinu lýkur svo með 2 síðustu umferðunum þann 31. janúar. Þátttakendur eru 5 og því situr einn hjá, í hverri umferð og staðan í mótinu nokkuð óljós af þeim sökum. Á skákdaginn er upplagt að taka fram taflið (tölvuna, símann) og fara að æfa. Æfingar hjá Skákfélagi Sauðárkróks eru öllum opnar og hefjast kl. 20 á miðvikudögum, í Safnaðarheimilinu.
19.12.2017 | 22:55
Hraðskák og jólafrí
6 mættu í hraðskákina síðasta miðvikudag, þeir sömu og telfdu í Skáþinginu. Telfdar voru 15 umferðir og því mættust menn þrisvar. Hörður varð hlutskarpastur á góðum endaspretti með 11 vinninga og 67 stig. Pálmi varð annar, einnig með 11 vinninga, en 1 stigi minna. Jón varð þriðji með 10 vinninga, Guðmundur fjórði með 7, Einar náði 4 og Baldvin 2
Nú er komið jólafrí hjá Skákfélaginu og verður næsta æfing væntanlega 3. janúar 2018
7.12.2017 | 13:08
Skákþingi Skagafjarðar lokið
Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk í gærkvöldi. Hann hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum og hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð. Jón Arnljótsson varð í öðru sæti með 3 og 1/2 vinning, Hörður Ingimarsson í þriðja, með 2 og 1/2 og 3,75 stig, en Baldvin Kristjánsson varð fjórði, einnig með 2 og 1/2 vinning, en 2,75 stig. Guðmundur Gunnarsson varð fimmti og Einar Örn Hreinsson sjötti.
Næsta miðvikudagskvöld, 13. des., er fyrirhugað hraðskákmót, þar sem umhugsunartíminn er 5 mín. Umferðafjöldi ræðst af fjölda þátttakenda, en stefnt á 10 - 14 umferðir.
30.11.2017 | 12:45
Pálmi Skagafjarðarmeistari í skák
Pálmi Sighvatsson hefur 1 og 1/2 vinnings forskot og þar með tryggt sér sigur á Skákþingi Skagafjarðar, eftir sigur gegn Herði Ingimarssyni, í fjórðu umferð, í gærkvöldi. Pálmi er með 4 vinninga, en næstur er Jón Arnljótsson með 2 og 1/2, en hann vann Baldvin Kristjánsson. Baldvin og Hörður eru í 3.-4. sæti með 2 vinninga og í 5. sæti er Guðmundur Gunnarsson með 1 og 1/2. Í fjórðu umferðinni vann Guðmundur Einar Örn Hreinsson. Í 5. og síðustu umferð teflir Einar við Pálma, Hörður við Baldvin og Jón við Guðmund og berjast þessir 4 síðast töldu um silfur og bronsverðlaun mótsins.
23.11.2017 | 12:52
Pálmi með vinningsforystu
Pálmi Sighvatsson vann Baldvin Kristjánsson í uppgjöri efstu manna, í þriðju umferð Skákþings Skagafjarðar og hefur 3 vinninga, en Baldvin og Hörður Ingimarsson, sem gerði jafntefli við Guðmund Gunnarsson, koma næstir með 2 vinninga. Jón Arnljótsson vann Einar Örn Hreinsson og er fjórði með 1 og 1/2 vinning. Í fjórðu og næstsíðustu umferð tefla Pálmi og Hörður, Baldvin og Jón og Guðmundur og Einar og stýra þeir fyrrtöldu hvítu mönnunum.
16.11.2017 | 12:02
Baldvin og Pálmi efstir
Baldvin Kristjánsson og Pálmi Sighvatsson eru efstir, eftir 2 umferðir í Skákþingi Skagafjarðar, með 2 vinninga. Baldvin vann Einar Örn Hreinsson og Pálmi Guðmund Gunnarsson. Hörður Ingimarsson er þriðji, með 1 og 1/2, eftir jafntefli við Jón Arnljótsson, sem er fjórði með 1/2, en aðrir hafa minna. Í næstu umferð tefla Pálmi og Baldvin, Hörður og Guðmundur og Einar og Jón.
9.11.2017 | 12:00
Pálmi, Hörður og Baldvin unnu
Fyrsta umferð í Skákþingi Skagafjarðar var háð í gærkvöldi. Keppendur eru 6 og urðu úrslit þau að Pálmi Sighvatsson vann Jón Arnljótsson, Hörður Ingimarsson vann Einar Örn Hreinsson og Baldvin Kristjánsson vann Guðmund Gunnarsson. Skákirnar unnust á hvítt, nema sú síðasttalda. Önnur umferð verður næsta miðvikudag 15. nóv. og þá hefur Baldvin hvítt gegn Einari, Jón gegn Herði og Guðmundur gegn Pálma.
30.10.2017 | 22:00
Skákþing Skagafjarðar 2017
Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu. Telfdar verða 5 umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími á hvern leik. Skákmeistari Skagafjarðar 2016 varð Jón Arnljótsson.
23.10.2017 | 20:58
Skákfélag Sauðárkróks í 3.-5. sæti í þriðju deild
Fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga var haldið, í Rimaskóla í Grafarvogi, um helgina. Sveit Skákfélags Sauðárkróks, sem vann sig upp úr 4. deild á síðasta vetri, er í 3.-5. sæti í 3. deild, með 13,5 vinninga, af 24 mögulegum og 5 stig, af 8. Hægt er að sjá stöðuna hér Fyrir sveitina telfdu: Jón Arnljótsson 0,5/4 Birgir Örn Steingrímsson 2/3 Pálmi Sighvatsson 1,5/4 Unnar Ingvarsson 3,5/4 Árni Þór Þorsteinsson 1,5/4 Þór Hjaltalín 2,5/4 og Davíð Örn Þorsteinsson 2/2
4.9.2017 | 13:50
Vetrarstarf hefst á miðvikudag
Fyrsta skákæfing haustsins verður í Safnaðarheimilinu, miðvikudagskvöldið, 6. sept.,kl.20.00