Færsluflokkur: Spil og leikir

Skákdagurinn 26. janúar

Skákdagurinn er árlega, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans, 26. janúar.  Skákfélagið þjófstartaði og hóf atskákmót sitt 24. og voru telfdar 3 fyrstu umferðirnar af 5, en mótinu lýkur svo með 2 síðustu umferðunum þann 31. janúar.  Þátttakendur eru 5 og því situr einn hjá, í hverri umferð og staðan í mótinu nokkuð óljós af þeim sökum.  Á skákdaginn er upplagt að taka fram taflið (tölvuna, símann) og fara að æfa.  Æfingar hjá Skákfélagi Sauðárkróks eru öllum opnar og hefjast kl. 20 á miðvikudögum, í Safnaðarheimilinu.


Hraðskák og jólafrí

6 mættu í hraðskákina síðasta miðvikudag, þeir sömu og telfdu í Skáþinginu.  Telfdar voru 15 umferðir og því mættust menn þrisvar.  Hörður varð hlutskarpastur á góðum endaspretti með 11 vinninga og 67 stig.  Pálmi varð annar, einnig með 11 vinninga, en 1 stigi minna.  Jón varð þriðji með 10 vinninga, Guðmundur fjórði með 7, Einar náði 4 og Baldvin 2

Nú er komið jólafrí hjá Skákfélaginu og verður næsta æfing væntanlega 3. janúar 2018


Skákþingi Skagafjarðar lokið

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk í gærkvöldi.  Hann hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum og hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð.  Jón Arnljótsson varð í öðru sæti með 3 og 1/2 vinning, Hörður Ingimarsson í þriðja, með 2 og 1/2 og 3,75 stig, en Baldvin Kristjánsson varð fjórði, einnig með 2 og 1/2 vinning, en 2,75 stig.  Guðmundur Gunnarsson varð fimmti og Einar Örn Hreinsson sjötti.

Næsta miðvikudagskvöld, 13. des., er fyrirhugað hraðskákmót, þar sem umhugsunartíminn er 5 mín.  Umferðafjöldi ræðst af fjölda þátttakenda, en stefnt á 10 - 14 umferðir.


Pálmi Skagafjarðarmeistari í skák

Pálmi Sighvatsson hefur 1 og 1/2 vinnings forskot og þar með tryggt sér sigur á Skákþingi Skagafjarðar, eftir sigur gegn Herði Ingimarssyni, í fjórðu umferð, í gærkvöldi.  Pálmi er með 4 vinninga, en næstur er Jón Arnljótsson með 2 og 1/2, en hann vann Baldvin Kristjánsson.  Baldvin og Hörður eru í 3.-4. sæti með 2 vinninga og í 5. sæti er Guðmundur Gunnarsson með 1 og 1/2.  Í fjórðu umferðinni vann Guðmundur Einar Örn Hreinsson.  Í 5. og síðustu umferð teflir Einar við Pálma, Hörður við Baldvin og Jón við Guðmund og berjast þessir 4 síðast töldu um silfur og bronsverðlaun mótsins.


Pálmi með vinningsforystu

Pálmi Sighvatsson vann Baldvin Kristjánsson í uppgjöri efstu manna, í þriðju umferð Skákþings Skagafjarðar og hefur 3 vinninga, en Baldvin og Hörður Ingimarsson, sem gerði jafntefli við Guðmund Gunnarsson, koma næstir með 2 vinninga.  Jón Arnljótsson vann Einar Örn Hreinsson og er fjórði með 1 og 1/2 vinning.  Í fjórðu og næstsíðustu umferð tefla Pálmi og Hörður, Baldvin og Jón og Guðmundur og Einar og stýra þeir fyrrtöldu hvítu mönnunum.


Baldvin og Pálmi efstir

Baldvin Kristjánsson og Pálmi Sighvatsson eru efstir, eftir 2 umferðir í Skákþingi Skagafjarðar, með 2 vinninga.  Baldvin vann Einar Örn Hreinsson og Pálmi Guðmund Gunnarsson.  Hörður Ingimarsson er þriðji, með 1 og 1/2, eftir jafntefli við Jón Arnljótsson, sem er fjórði með 1/2, en aðrir hafa minna.  Í næstu umferð tefla Pálmi og Baldvin, Hörður og Guðmundur og Einar og Jón.


Pálmi, Hörður og Baldvin unnu

Fyrsta umferð í Skákþingi Skagafjarðar var háð í gærkvöldi.  Keppendur eru 6 og urðu úrslit þau að Pálmi Sighvatsson vann Jón Arnljótsson, Hörður Ingimarsson vann Einar Örn Hreinsson og Baldvin Kristjánsson vann Guðmund Gunnarsson.  Skákirnar unnust á hvítt, nema sú síðasttalda.  Önnur umferð verður næsta miðvikudag 15. nóv. og þá hefur Baldvin hvítt gegn Einari, Jón gegn Herði og Guðmundur gegn Pálma. 


Skákþing Skagafjarðar 2017

Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu.  Telfdar verða 5 umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími á hvern leik.  Skákmeistari Skagafjarðar 2016 varð Jón Arnljótsson.


Skákfélag Sauðárkróks í 3.-5. sæti í þriðju deild

Fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga var haldið, í Rimaskóla í Grafarvogi, um helgina.  Sveit Skákfélags Sauðárkróks, sem vann sig upp úr 4. deild á síðasta vetri, er í 3.-5. sæti í 3. deild, með 13,5 vinninga, af 24 mögulegum og 5 stig, af 8.  Hægt er að sjá stöðuna hér       Fyrir sveitina telfdu: Jón Arnljótsson 0,5/4 Birgir Örn Steingrímsson 2/3 Pálmi Sighvatsson 1,5/4 Unnar Ingvarsson 3,5/4 Árni Þór Þorsteinsson 1,5/4 Þór Hjaltalín 2,5/4 og Davíð Örn Þorsteinsson 2/2


Vetrarstarf hefst á miðvikudag

Fyrsta skákæfing haustsins verður í Safnaðarheimilinu, miðvikudagskvöldið, 6. sept.,kl.20.00


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband