Skákdagurinn 26. janúar

Skákdagurinn er árlega, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans, 26. janúar.  Skákfélagið þjófstartaði og hóf atskákmót sitt 24. og voru telfdar 3 fyrstu umferðirnar af 5, en mótinu lýkur svo með 2 síðustu umferðunum þann 31. janúar.  Þátttakendur eru 5 og því situr einn hjá, í hverri umferð og staðan í mótinu nokkuð óljós af þeim sökum.  Á skákdaginn er upplagt að taka fram taflið (tölvuna, símann) og fara að æfa.  Æfingar hjá Skákfélagi Sauðárkróks eru öllum opnar og hefjast kl. 20 á miðvikudögum, í Safnaðarheimilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband