Þórleifur Karlsson Norðurlandsmeistari

Þórleifur Karlsson varð Skákmeistari Norðlendinga 2021, eftir sigur í langri og flókinni skák í dag. Þórleifur er félagi í Skákfélagi Akureyrar, en búsettur á Sauðárkróki og það er orðið langt síðan skákmaður búsettur í Skagafirði vann þennan titil seinast. Tómas Björnsson og Þórleifur hlutu 5 1/2 vinning í mótinu, en Tómas varð hærri á stigum og er því sigurvegari mótsins. Andri Freyr Björgvinsson varð þriðji með 5 vinninga, Jón Arnljótsson, Unnar Ingvarsson og Gunnar Freyr Rúnarsson fengu 4 vinninga. Sjá úrslit hér. Tómas vann einnig hraðskákmótið, fékk 6 vinninga af 7 mögulegum, Þórleifur varð annar með 5 1/2 v. og jafnframt Hraðskákmeistari Norðlendinga 2021. Andri Freyr varð þriðji með 5 v., en aðrir fengu minna. Úrslit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband