3.10.2008 | 11:24
Íslandsmót skákfélaga hefst um helgina
Lið Skákfélags Sauðárkróks sendir að vanda lið í Íslandsmót Skákfélaga, en fyrri hluti þess fer fram í Rimaskóla í Reykjavík nú um helgina.
Lið okkar Skipa
Pálmi Sighvatsson
Jón Arnljótsson
Erlingur Jensson
Unnar Ingvarsson
Hörður Ingimarsson
Haraldur Hermannsson
Árni Þór Þorsteinsson
Nokkur forföll urðu í liðinu þar sem hluti af fastamönnum er í London nú um stundir, en liðið er engu að síður allsterkt. Um 30 sveitir keppa nú í fjórðu deild Íslandsmótsins, má því gera ráð fyrir að allt að 400 skákmenn etji kappi að þessu sinni.
6.9.2008 | 20:04
Skákæfingar hefjast að nýju
18.4.2008 | 14:42
Síðasta skákæfing fyrir sumarfrí
Síðasta skákæfing fyrir sumarfrí verður haldin þriðjudagskvöldið 22. apríl n.k. Telft verður að venju í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
13.4.2008 | 17:57
Áskell Örn Kárason hraðskákmeistari Norðlendinga
Áskell Örn Kárason sigraði með miklum yfirburðum í hraðskákmóti Norðlendinga, sem haldið var í dag, að loknu Skákþingi Norðlendinga. Áskell hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Þorsteinsson með 7 vinninga og þriðji Þór Valtýsson með 5,5 vinninga.
Í 4-7 sæti urðu Stefán Bergsson, Sigurður Arnarson, Jakob Sævar Sigurðsson og Sigurður Eiríksson með 5 vinninga. Í 8-9 sæti urðu Tómas Veigar Sigurðsson og Unnar Ingvarsson með 4 1/2 vinning. Í 10-12 sæti urðu Sveinbjörn Sigurðsson, Karl Steingrímsson og Haki Jóhannesson með 4 vinninga. Aðrir fengu minna, en þátttakendur voru alls 16.
Henrik Danielsen vann það ágæta afrek að sigra í Skákþingi Norðlendinga með fullt hús 7 vinninga af 7 mögulegum og það þótt mótið væri vel skipað. Henrik nýtti sér endatalfsþekkingu sína til fullnustu í mótinu og tryggði það sigurinn. Jafnir í 3-4 sæti urðu alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnarson og Akureyringurinn Arnar Þorsteinsson með 5 vinninga, en þar sem hvorugur þeirra er með lögheimili á Norðurlandi hlutu þeir ekki titilinn Skákmeistari Norðlendinga. Jafnir í 4-5 sæti urðu Stefán Bergsson og Gylfi Þór Þórhallsson en Stefán var hærri á stigum og hlaut því nafnbótina. Sérstök verðlaun fyrir besta árangur skákmanna undir 2000 stigum hlutu Sigurður Arnarson, Tómas Veigar Sigurðsson og síðast en ekki síst Goðamaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson, sem hlaut 4 vinninga eftir að hafa gert jafntefli við Áskel Örn Kárason í síðustu umferð, þótt stigamunurinn hafi verið mikill. Mótið verður gert upp í heild sinni á næstu dögum hér á síðunni.
Annars urðu úrslit þessi
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 21:13
Henrik Danielsen hefur tryggt sér efsta sæti í Norðurlandsmótinu
Henrik Danielsen hefur fullt hús eftir 6 umferðir á Skákþingi Norðlendinga. Sigrar hans hafa þó alls ekki verið baráttulausir og ófáir vinningar hafa skilað sér þegar hann hefur nýtt sér endatalfsþekkinguna til sigurs. Mikil barátta er um titilinn Skákmeistari Norðurlands, en þann titil geta þeir einir unnið sem eiga lögheimili á Norðurlandi. Stefán Bergsson stendur þar vel að vígi, er með 4 1/2 vinning. Sigurður Arnarson kemur í humátt á eftir með 4 vinninga, en Áskell Örn Kárason, Jakob Sævar Sigurðsson, Gylfi Þóhallsson eru með 3 1/2 vinning.
Í 6. og næstsíðustu umferð urðu úrslit sem hér segir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 14:33
Fimmta umferð Skákþings Norðlendinga
Í blíðunni í Skagafirðinum var hart barist í morgun. Úrslit urðu eftirfarandi:
Henrik Danielsen - Sævar Bjarnason 1-0
Sigurður Arnarson - Stefán Bergsson 0-1
Jón Arnljótsson - Áskell Örn Kárason 0-1
Sigurður H. Jónsson - Arnar Þorsteinsson 1/2-1/2
Gylfi Þórhallsson - Þór Valtýsson 1-0
Kjartan Guðmundsson - Einar K. Einarsson 1/2-1/2
Sigurður Eiríksson - Tómas Veigar Sigurðsson 0-1
Sveinbjörn Sigurðsson - Sindri Guðjónsson 0-1
Ulker Gasanova - Mikael J. Karlsson 1/2-1/2
Hörður Ingimarsson - Ármann Olgeirsson 1/2-1/2
Davíð Þorsteinsson - Jakob Sigurðsson 0-1
Unnar Ingvarsson - skotta 1-0
Staðan
Henrik Danielsen 5 v
Stefán Bergsson 4 v
Arnar Þorsteinsson, 3 1/2
Sævar Bjarnason, Sigurður Arnarson, Einar K. Einarsson, Gylfi Þórhallsson, Sigurður H. Jónsson, Sindri Guðjónsson, Áskell Örn Kárason, Tómas Veigar Sigurðson 3 v
Þór Valtýsson, Kjartan Guðmundsson, Jakob Sævar Sigurðsson 2 1/2 v
Sigurður Eiríksson, Jón Arnljótsson, Unnar Ingvarsson, Mikael Jóhann Karlsson Ulker Gasanova 2 v
Hörður Ingimarsson, Ármann Olgeirsson, Sveinbjörn Sigurðsson 1 1/2 v
Davíð Þorsteinsson 1 v.
Spil og leikir | Breytt 14.4.2008 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 01:05
Úrslit þriðju umferðar í Skákþingi Norðlendinga
Staðan eftir þrjár umferðir
12.4.2008 | 01:04