5.3.2011 | 23:53
Silfrið varð niðurstaðan
Tvær æsispennandi umferðir voru tefldar á Íslandsmóti Skákfélaga í dag. Í fyrri umferðinni mættum við liði Skáksambands Austurlands. Þar unnu Unnar og Hörður góða sigra en Árni og Davíð gerðu jafntefli. Jón tapaði sinni skák og því miður komst sá sem átti að sitja 4 borðið ekki til keppni. Niðurstaðan varð því 3 - 3 jafntefli og ljóst að félagið var öruggt um eitt af þremur efstu sætunum, og þar með sæti í 3ju deild að ári.
Lokaumferðin var síðan gegn hinu nýstofnaða Skákfélagi Íslands sem státar af Sigurði Daða Sigfússyni á efsta borði. Eftir mikla baráttu unnu Skákfélagsmenn sigur 4-2. Unnar og Árni unnu góða sigra en Hörður, Jón og Davíð töpuðu. Enn því miður kom sá sem átti að skipa 4. borðið ekki til keppni og því var niðurstaðan þessi. Vegna annara úrslita varð niðurstaðan hins vegar sú að félagið varð í öðru sæti í keppninni.
Bestum árangri í síðari hlutanum náði Unnar sem vann alla keppninauta sína í þetta skiptið. Árni fékk 2 vinninga af 3 mögulegum. Davíð 1 1/2 vinning. Hörður 1 vinning en Jón og Freysteinn hálfan vinning.
Heildarúrslit má sjá á síðunni:
http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
Spil og leikir | Breytt 7.3.2011 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 00:56
Sigur á Fjölni B á 5. umferð
Naumur sigur vanst á B sveit Fjölnis í fimmtu umferð Íslandsmóts Skákfélaga. Fengu okkar menn 3 1/2 vinning á móti 2 1/2 vinningi Fjölnismanna. Sveit Fjölnis skipa margir af efnilegustu unglingum landsins og greinilega mjög vel teflandi lið. Hins vegar var liðið talsvert veikara en í vor og gerðum við okkur því vonir um sigur. Eftir mikinn barning tókst að landa sigrinum en tæpt var það. Unnar var fyrstur að klára, en hann var með heldur betri stöðu þegar andstæðingurinn ákvað að leika hrók nánast í dauðann og úrslitin þar með ráðin. Árni var með unna stöðu en lék henni niður í jafntefli þegar hann ætlaði að máta, fórnaði hrók, en hafði ekkert upp úr krafsinu annað en jafntelfi. Davíð sigraði hins vegar örugglega á neðsta borðinu og staðan 2 1/2 á móti 1/2 og allt virtist vera í góðu gengi. Hörður var í erfiðleikum í sinni skák framanaf, en hafði náð að jafna taflið. Þá ákvað hann að leika af sér manni í stöðu sem var mjög jafnteflisleg og Fjölnismenn höfðu því náð að minnka muninn. Skák Freysteins var afar flókin en hann hafði þó miklu betri tíma en andstæðingurinn. Eftir nokkur umskipti var ákveðið að sættast á skiptan hlut. Þá var Jón eftir á 1. borðinu. Eftir að hafa heldur betra framan af var staða hans orðin mjög erfið, en eftir mikinn barning náði hann að hanga á jafnteflinu og naumur sigur því niðurstaðan. Þessi tvö stig sem unnust, með því að vinna viðureignini, gætu reynst mjög dýrmæt, þar sem 3 efstu liðin flytjast upp um deild.
Skákfélag Sauðárkróks er því enn í efsta sæti 4. deildar. Á morgun mætum við afar sterku liði Skákfélags Íslands, sem státar Fidemeistaranum Sigurði Daða Sigfússyni á efsta borði. Nægir félaginu að jafna aðra af þeim tveimur viðureignum sem eftir eru til að tryggja sér sæti í 3. deild.
4.3.2011 | 12:09
Síðari hluti Íslandsmótsins um helgina
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga verður nú um helgina í Rimaskóla í Reykjavík. Sveit Skákfélags Sauðárkróks er í efsta sæti 4 deildar eftir fyrri hlutann, en það er stutt á milli hláturs og gráturs í deildinni, enda er hún afar jöfn. Stefnan er sett á að verða í einu af þremur efstu sætunum og komast þannig upp í þriðju deild.
Eftirtaldir tefla fyrir félagið í seinni umferðinni.
Jón Arnljótsson
Unnar Ingvarsson
Hörður Ingimarsson
Freysteinn Björgvinsson
Árni Þór Þorsteinsson
Davíð Örn Þorsteinsson
10.10.2010 | 21:15
Skákfélag Sauðárkróks í efsta sæti í fjórðu deild Íslandsmótsins
9.10.2010 | 22:40
Lið Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti
Spil og leikir | Breytt 11.10.2010 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 09:33
Sigur í fyrstu umferð ÍS
7.3.2010 | 18:47
Skákfélag Sauðárkróks í 14 sæti af 32 í fjórðu deild
Lið Skákfélags Sauðárkróks sigraði F sveit Hellis 6-0 í sjöttu umferð í Íslandsmóti Skákfélaga og lauk síðan keppni með að sigra lið UMSB 4-2. Jón, Davíð og Hörður sigruðu. Unnar og Erlingur gerðu jafntefli en Árni tapaði. Liðið fékk því 22 vinninga af 42 mögulegum. Árangurinn er því svipaður og undanfarin ár, en liðið varð í 14 sæti af 32 í fjórðu deild. Árangurinn í síðari hlutanum var miklu betri en í þeim fyrri og hækkuðu flestir nokkuð á stigum, en enginn meira en Jón Arnljótsson sem hækkar um 25 ELO stig eftir síðari hlutann.
6.3.2010 | 09:42
Sigur gegn Laugvetningum
26.9.2009 | 22:45
Stórtap fyrir víkingunum
26.9.2009 | 15:28
7 vinningar eftir tvær umferðir
Skákfélag Sauðárkróks hefur 7 vinninga eftir tvær umferðir á Íslandsmóti Skákfélaga sem nú fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. Félagið keppir í fjórðu deild, eitt 32 liða sem í þeirri deild eru. Í fyrstu umferð í gærkvöldi vannst góður sigur á D liði Skákfélags Akureyrar 4 1/2 vinningur gegn 1 1/2. Í annari umferð mætti liðið B sveit KR, sem er með sterkari sveitum í keppninni. Niðurstaðan varð tap 2 1/2 vinningur gegn 3 1/2. Eins og gengur er misjafnt hvernig lukkan lætur, en árangurinn gegn KR var vel ásættanlegur og okkar menn mjög óheppnir að sigra ekki í viðureigninni.
Í þriðju umferð, sem hefst síðar í dag mætir félagið Víkingasveitinni, sem fyrirfram var talin með sterkustu sveitunum í keppninni.