10.9.2018 | 11:35
Fyrsta æfing haustsins
Fyrsta skákæfing haustsins verður á miðvikudagskvöldið kl. 20.00 í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju og eru allir velkomnir og hvattir til að kíkja við. Af taflmennsku sumarsins er það helst að Ásbjörn Guðmundsson V-Húnvetningur og Skagfirðingarnir Pálmi Sighvatsson og Kristján Bjarni Halldórsson urðu í 3-5. sæti á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 14 júlí síðastliðinn. Sigurvegari þar varð Páll Sigurðsson úr Garðabæ og 2. Hjörleifur Halldórsson að norðan, en keppendur voru 8. Jón Arnljótsson telfdi á hraðskákmóti á Hauganesi 10. ágúst og hafnaði í 14. sæti af 34.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.