25.3.2017 | 16:06
Ingvar með vinningsforskot
Ingvar Þór Jóhannesson hefur náð vinningsforskoti á Skákþingi Norðlendinga eftir sigur á Erni Leó Jóhannssyni í 5 umferð sem hófst kl 11 í morgun og lauk um 3 leitið. Í 2. - 5. sæti með 3 1/2 vinning eru Róbert Lagermann, Gauti Páll Jónsson, Haraldur Haraldsson og Tómas Veigar Sigurðsson, en Haraldur og Tómas eru efstir Norðlendinga. Aukaverðlaun verða veitt þeim efsta þeirra sem hafa minna en 1800 stig og er Karl Egill Steingrímsson efstur í þeim flokki. Nánari útlistun á stöðu og úrslitum má finna hér hér Næsta umferð hefst kl. 17 og þá tefla m.a. Haraldur og Ingvar, Róbert og Gauti Páll og Stefán Bergson og Tómas.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.