Jón Arnljótsson tekur forystuna

Fimmta umferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins fór fram í gær. Fram að þessu hefur Jón lagt alla sína andstæðinga og er með 4 vinninga (og eina hjásetu) eftir fimm umferðir og trónir einn í efsta sæti. Knútur Finnbogason hefur verið á mikilli siglingu eftir tap í fyrstu umferð gegn Jóni. Lagði lann Pálma Sighvats í gær og Þór Hjaltalín þar áður. Hann er nú í öðru sæti með þrjá vinninga. Í þriðja sæti, einnig með þrjá vinninga, er Þór Hjaltalín. Tvær umferðir eru nú eftir og má sjá paranir og úrslit á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES

 


Skákþing Skagafjarðar – Landsbankamótið

Fyrsta umferð Skákþings Skagafjarðar var tefld í gær, 12. október. Fyrir umferðina var ljóst að keppendur yrðu 7 talsins og hafði þá fækkað um einn. Voru menn sammála um að það væri heldur fámennt fyrir 5 umferða mót með svissnesku kerfi. Það var því ákveðið á staðnum að breyta mótinu í 7 umferða „round robin“ mót, þar sem allir tefla við alla. Það þýðir að hver keppandi teflir 6 skákir og situr hjá eina umferð. Í fyrstu umferð hafði Þór Hjaltalín hvítt gegn Herði Ingimarssyni. Upp kom nokkuð flókin staða og tókst Þór að hafa betur að lokum. Knútur Finnbogason var mættur til leiks alla leið frá Siglufirði og stýrði hvítu mönnunum gegn Jóni Arnljótssyni, en varð að játa sig sigraðan eftir 34 leiki. Lengsta skák kvöldsins var milli Péturs Bjarnasonar, sem hafði hvítt, gegn Einari Erni Hreinssyni, en Einar varð mát í 74. leik. Pálmi Sighvatsson sat hjá í fyrstu umferð. Úrslit, paranir og dagskrá mótsins má sjá á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES


Skákþing Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótið, hefst á morgun

Fyrsta umferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins hefst á morgun, miðvikudag 12. október kl. 20 og fer fram í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Þegar þetta er skrifað hafa 8 skákmenn skráð sig til keppni og er enn tækifæri til að vera með, en skráningu lýkur 15 mínútum áður en taflmennskan hefst. Til mikils er að vinna, en sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Skákmeistari Skagafjarðar 2016. Þegar skráða keppendur má sjá á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES


Skákþing Skagafjarðar 2016 - Landsbankamótið

Skákþing Skagafjarðar – Landsbankamótið, hefst miðvikudaginn 12. október klukkan 20. Teflt verður í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, Aðalgötu 1 á Sauðárkróki. Tefldar verða 5 umferðir samkvæmt svissnesku kerfi* og er dagkráin eftirfarandi:

  1. umf. miðvikudagur 12. október kl. 20
  2. umf. laugardagur 15. október kl 14:30
  3. umf. miðvikudag 19. október kl 20
  4. umf. laugardag 22. október kl. 10
  5. umf. miðvikudag 26. október kl. 20

Öllum er heimil þáttaka í mótinu og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið „Skákmeistari Skagafjarðar 2016“.**

Heimilt verður að sitja hjá eina umferð (að undanskilinni síðustu umferð) og taka ½ vinning fyrir það. Ósk um yfirsetu þarf að berast mótsstjórn í síðasta lagi við upphaf umferðarinnar á undan.

Umhugsunartími verður 90 mín á skákina auk þess sem 30 sek bætast við tímann fyrir hvern leik (90 mín + 30 sek á leik). Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga. Skráning er á netfangið thor@minjastofnun.is og á skákstað eigi síðar en 15 mín fyrir upphaf fyrstu umferðar.

 

* Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á auglýstu fyrirkomulagi þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Endanlegt fyrirkomulag verður tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferðar.

** Skákmeistari Skagafjarðar getur aðeins sá orðið sem er búsettur í Skagafirði og/eða er fullgildur félagi í Skákfélagi Sauðárkróks eða Skákfélagi Siglufjarðar.


Góður árangur í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga

Skákfélag Sauðárkróks er í öðru sæti í fjórðu deild Íslandsmóts skákfélaga, en fyrstu fjórar umferðir mótsins voru telfdar um helgina. Hvert lið var skipað sex leikmönnum í senn og liðsmenn Skákfélags Sauðárkróks fengu 20 vinninga af 24 mögulegum. Átta menn skiptu með sér skákunum að þessu sinni:

1. Borð. Jón Arnljótsson 3 af 4 vinningum

2. Borð. Birgir Steingrímsson 3 af 4 vinningum

3. Borð Pálmi Sighvats 3 1/2 af 4 vinningum

4. Borð. Unnar Ingvarsson 4 af 4 vinningum

5. Borð. Árni Þór Þorsteinsson 2 1/2 af 3 vinningum

5-6. Borð. Hörður Ingimarsson 2 af 2 vinningum

6. Borð. Baldvin Kristjánsson 1 af 2 vinningum

6. Borð. Magnús Björnsson 1 af 1 vinningi. 

Í fyrstu umferð öttu okkar menn kappi við B sveit unglinga í Taflfélagi Reykjavíkur og vannst sú viðureign 6-0. Í annari umferð D sveit Fjölnis og vannst sú viðureign einnig 6-0. Þá var röðin komin að Vestmannaeyingum og eftir mikinn barning og undarlegan viðsnúning í ýmsum skákum lyktaði viðureigninni með jafntefli 3-3. Í lokaumferðinni var tefld við A sveit unglinga í Taflfélagi Reykjavíkur og vannst sú viðureign 5-1. 

Alls komast þrjú lið upp um deild en það verður ekki ljóst hvort lið Skákfélags Sauðárkróks verður eitt þeirra fyrr en í marsmánuði, því þá er síðari hluti Íslandsmótsins tefldur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband