Skákþing Skagafjarðar – Landsbankamótið

Fyrsta umferð Skákþings Skagafjarðar var tefld í gær, 12. október. Fyrir umferðina var ljóst að keppendur yrðu 7 talsins og hafði þá fækkað um einn. Voru menn sammála um að það væri heldur fámennt fyrir 5 umferða mót með svissnesku kerfi. Það var því ákveðið á staðnum að breyta mótinu í 7 umferða „round robin“ mót, þar sem allir tefla við alla. Það þýðir að hver keppandi teflir 6 skákir og situr hjá eina umferð. Í fyrstu umferð hafði Þór Hjaltalín hvítt gegn Herði Ingimarssyni. Upp kom nokkuð flókin staða og tókst Þór að hafa betur að lokum. Knútur Finnbogason var mættur til leiks alla leið frá Siglufirði og stýrði hvítu mönnunum gegn Jóni Arnljótssyni, en varð að játa sig sigraðan eftir 34 leiki. Lengsta skák kvöldsins var milli Péturs Bjarnasonar, sem hafði hvítt, gegn Einari Erni Hreinssyni, en Einar varð mát í 74. leik. Pálmi Sighvatsson sat hjá í fyrstu umferð. Úrslit, paranir og dagskrá mótsins má sjá á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband