26.9.2009 | 15:28
7 vinningar eftir tvær umferðir
Skákfélag Sauðárkróks hefur 7 vinninga eftir tvær umferðir á Íslandsmóti Skákfélaga sem nú fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. Félagið keppir í fjórðu deild, eitt 32 liða sem í þeirri deild eru. Í fyrstu umferð í gærkvöldi vannst góður sigur á D liði Skákfélags Akureyrar 4 1/2 vinningur gegn 1 1/2. Í annari umferð mætti liðið B sveit KR, sem er með sterkari sveitum í keppninni. Niðurstaðan varð tap 2 1/2 vinningur gegn 3 1/2. Eins og gengur er misjafnt hvernig lukkan lætur, en árangurinn gegn KR var vel ásættanlegur og okkar menn mjög óheppnir að sigra ekki í viðureigninni.
Í þriðju umferð, sem hefst síðar í dag mætir félagið Víkingasveitinni, sem fyrirfram var talin með sterkustu sveitunum í keppninni.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.