21.3.2009 | 01:33
Afhroð gegn b-sveit Vestmannaeyja
Fimmta umferð í Íslandsmóti skákfélaga var tefld nú í kvöld og mættum við b-sveit Vestmanneyinga. Óhætt er að segja að þar höfum við mætt ofjörlum okkar og niðurstaðan var 0-6 tap. Klaufalegir afleikir einkenndu viðureignina, en því miður voru þeir allir okkar megin að þessu sinni.
Lið Skákfélags Sauðárkróks skipuðu þeir Jón Arnljótsson, Pálmi Sighvats, Unnar Ingvarsson, Hörður Ingimarsson, Árni Þór Þorsteinsson og Davíð Örn Þorsteinsson. Stjórn félagsins hefur ákveðið að þeir verði ekki reknir úr félaginu að sinni og menn hafa tækifæri til að bæta sig á morgun, en í fyrri umferð laugardags mætum við sveit frá heimamönnum í Skákfélagi Akureyrar.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.