6.10.2008 | 14:51
Stórtap gegn Bolvíkingum
Í fjórðu umferð máttum við þola 1-5 tap gegn C-sveit Bolvíkinga, en sveitin er að mestu skipuð sömu mönnum og unnu sig upp úr fjórðu deildinni í fyrra! Bolvíkingar voru einfaldlega miklu sterkari en við og því fór sem fór. Árni Þór vann góðan sigur á 6 borði. Annars börðust okkar menn vel og hefðu getað uppskorið 1 vinning í viðbót, en úrslitin annars sanngjörn.
Félagið er í 10-12 sæti eftir fyrri hluta mótsins, en hefur telft við tvö sterkustu liðin, þannig að þokkalegir möguleikar ættu að vera í síðari hluta að hækka verulega.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.