Henrik Danielsen vann það ágæta afrek að sigra í Skákþingi Norðlendinga með fullt hús 7 vinninga af 7 mögulegum og það þótt mótið væri vel skipað. Henrik nýtti sér endatalfsþekkingu sína til fullnustu í mótinu og tryggði það sigurinn. Jafnir í 3-4 sæti urðu alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnarson og Akureyringurinn Arnar Þorsteinsson með 5 vinninga, en þar sem hvorugur þeirra er með lögheimili á Norðurlandi hlutu þeir ekki titilinn Skákmeistari Norðlendinga. Jafnir í 4-5 sæti urðu Stefán Bergsson og Gylfi Þór Þórhallsson en Stefán var hærri á stigum og hlaut því nafnbótina. Sérstök verðlaun fyrir besta árangur skákmanna undir 2000 stigum hlutu Sigurður Arnarson, Tómas Veigar Sigurðsson og síðast en ekki síst Goðamaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson, sem hlaut 4 vinninga eftir að hafa gert jafntefli við Áskel Örn Kárason í síðustu umferð, þótt stigamunurinn hafi verið mikill. Mótið verður gert upp í heild sinni á næstu dögum hér á síðunni.
Annars urðu úrslit þessi
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Unnar og til hamingju með mótið ! Hver fékk - 2000 verðlaunin ?
Skákfélagið Goðinn, 13.4.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.