15.3.2008 | 13:16
Skákfélag Sauðárkróks um miðja deild
Skákfélag Sauðárkróks endaði um miðja fjórðu deild í Íslandsmóti Skákfélaga sem haldið var í Rimaskóla í Reykjavík um mánaðarmótin febrúar/mars. Eftirtaldir tefldu fyrir hönd félagsins.
1. borð Jón Arnljótsson 1 1/2 vinning af 3
2. borð Unnar Ingvarsson 1 1/2 vinning af 3
3. borð Guðmundur Gunnarsson 1 1/2 vinning af 2
4. borð Hörður Ingimarsson 2 vinninga af 2
5. borð Árni Þór Þorsteinsson 2 vinninga af 3
6. borð Davíð Örn Þorsteinsson 1 vinning af 3
Að þessu sinni voru tefldar þrjár síðustu umferðirnar í mótinu. Í fyrstu umferð mættum við barnasveit frá Skákfélaginu Helli og unnum við allar skákrinar, þar með vorum við komnir í 4 sæti og mættum í annari umferð mættum við B-sveit Bolvíkinga. Vegna óveður og ófærðar gátu Bolvíkingar ekki mannað tvö borð sveitarinnar og telfdu við því aðeins fjórir. Skákirnar töpuðust allar eftir harða baráttu, en Bolvíkingar voru almennt taldir með sterkasta liðið í deildinni.
Í lokaumferðinni mættum við síðan C sveit Akureyringa og höfðum nauman sigur 3 1/2 vinning gegn 2 1/2. Yfirhöfuð mættum við sterkum sveitum í mótinu öllu. Telfdum t.d. við liðin sem lentu í 1, 3, 4 og 6 sæti í mótinu. Hækka flestir keppenda nokkuð að stigum eftir mótið.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.