13.11.2021 | 22:26
Tómas og Þórleifur efstir
Tvær umferðir voru telfdar í dag í Norðurlandsmótinu og nú var umhugsunartíminn 90 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og þannig verður líka síðasta umferðin, sem verður telfd í fyrramálið. Efstir eftir 6 umferðir, með 4 1/2 vinning, eru Tómas Björnsson og Þórleifur Karlsson, sem stendur jafnframt best að vígi í keppninni um Norðurlandsmeistaratitilinn, en Andri Freyr Björgvinsson kemur þar næstur með 4 vinniga. Gunnar Freyr Rúnarsson hefur einnig 4 vinninga. Bigir Jónsson, Unnar Ingvarsson og Jón Arnljótsson hafa 3, Jón Magnússon 2. Aðrir minna. Hraðskákþing Norðlendinga verður háð þegar hinu mótinu líkur og hefst væntanlega um 2 leytið. Skráning á staðnum, Kaffi Krók, og öllum heimil þátttaka.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.