Pálmi Skagafjarðarmeistari í skák

Pálmi Sighvatsson hefur 1 og 1/2 vinnings forskot og þar með tryggt sér sigur á Skákþingi Skagafjarðar, eftir sigur gegn Herði Ingimarssyni, í fjórðu umferð, í gærkvöldi.  Pálmi er með 4 vinninga, en næstur er Jón Arnljótsson með 2 og 1/2, en hann vann Baldvin Kristjánsson.  Baldvin og Hörður eru í 3.-4. sæti með 2 vinninga og í 5. sæti er Guðmundur Gunnarsson með 1 og 1/2.  Í fjórðu umferðinni vann Guðmundur Einar Örn Hreinsson.  Í 5. og síðustu umferð teflir Einar við Pálma, Hörður við Baldvin og Jón við Guðmund og berjast þessir 4 síðast töldu um silfur og bronsverðlaun mótsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband