Jón Arnljótsson er skákmeistari Skagafjarðar 2016

IMG_3019Lokaumferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins var háð í gær. Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöðvandi, en fyrir lokaumferðina var hann búinn að leggja alla sína andstæðinga og í raun búinn að tryggja sér sigur á mótinu og hinn virðulega titil „Skákmeistari Skagafjarðar 2016“. Jón tefldi við Þór Hjaltalín í lokaumferðinni og eftir mikla bráttuskák ákváðu þeir að skipta með sér jöfnum hlut og endaði Jón með 5½ vinning úr 6 skákum. Knútur Finnbogason sótti mótið alla leið frá Siglufirði og tefldi af miklu öryggi. Eftir tap gegn Jóni í fyrstu umferð fóru hlutirnir að ganga og lagði hann alla sína andstæðinga eftir það. Hlaut hann 5 vinninga og annað sætið á mótinu. Þór Hjaltalín tók svo þriðja sætið með 3½ vinning. Mótsstjórn vill þakka keppendum fyrir skemmtilegt mót og drengilega keppni. Einnig viljum við færa Gunnari Björnssyni, forseta vorum bestu þakkir fyrir hjálp og stuðning og sömuleiðis Landsbanka Íslands fyrir góðan stuðning við mótið og skáklíf í Skagafirði. Nánar um úrslit á mótinu má sjá á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband