27.10.2016 | 15:12
Jón Arnljótsson tekur forystuna
Fimmta umferð Skákþings Skagafjarðar 2016 Landsbankamótsins fór fram í gær. Fram að þessu hefur Jón lagt alla sína andstæðinga og er með 4 vinninga (og eina hjásetu) eftir fimm umferðir og trónir einn í efsta sæti. Knútur Finnbogason hefur verið á mikilli siglingu eftir tap í fyrstu umferð gegn Jóni. Lagði lann Pálma Sighvats í gær og Þór Hjaltalín þar áður. Hann er nú í öðru sæti með þrjá vinninga. Í þriðja sæti, einnig með þrjá vinninga, er Þór Hjaltalín. Tvær umferðir eru nú eftir og má sjá paranir og úrslit á vefslóðinni: http://chess-results.com/tnr242637.aspx?lan=1&wi=821&turdet=YES
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.