10.10.2016 | 19:53
Skákþing Skagafjarðar 2016 - Landsbankamótið
Skákþing Skagafjarðar Landsbankamótið, hefst miðvikudaginn 12. október klukkan 20. Teflt verður í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, Aðalgötu 1 á Sauðárkróki. Tefldar verða 5 umferðir samkvæmt svissnesku kerfi* og er dagkráin eftirfarandi:
- umf. miðvikudagur 12. október kl. 20
- umf. laugardagur 15. október kl 14:30
- umf. miðvikudag 19. október kl 20
- umf. laugardag 22. október kl. 10
- umf. miðvikudag 26. október kl. 20
Öllum er heimil þáttaka í mótinu og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið Skákmeistari Skagafjarðar 2016.**
Heimilt verður að sitja hjá eina umferð (að undanskilinni síðustu umferð) og taka ½ vinning fyrir það. Ósk um yfirsetu þarf að berast mótsstjórn í síðasta lagi við upphaf umferðarinnar á undan.
Umhugsunartími verður 90 mín á skákina auk þess sem 30 sek bætast við tímann fyrir hvern leik (90 mín + 30 sek á leik). Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga. Skráning er á netfangið thor@minjastofnun.is og á skákstað eigi síðar en 15 mín fyrir upphaf fyrstu umferðar.
* Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á auglýstu fyrirkomulagi þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Endanlegt fyrirkomulag verður tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferðar.
** Skákmeistari Skagafjarðar getur aðeins sá orðið sem er búsettur í Skagafirði og/eða er fullgildur félagi í Skákfélagi Sauðárkróks eða Skákfélagi Siglufjarðar.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.