2.10.2016 | 21:11
Góður árangur í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga
Skákfélag Sauðárkróks er í öðru sæti í fjórðu deild Íslandsmóts skákfélaga, en fyrstu fjórar umferðir mótsins voru telfdar um helgina. Hvert lið var skipað sex leikmönnum í senn og liðsmenn Skákfélags Sauðárkróks fengu 20 vinninga af 24 mögulegum. Átta menn skiptu með sér skákunum að þessu sinni:
1. Borð. Jón Arnljótsson 3 af 4 vinningum
2. Borð. Birgir Steingrímsson 3 af 4 vinningum
3. Borð Pálmi Sighvats 3 1/2 af 4 vinningum
4. Borð. Unnar Ingvarsson 4 af 4 vinningum
5. Borð. Árni Þór Þorsteinsson 2 1/2 af 3 vinningum
5-6. Borð. Hörður Ingimarsson 2 af 2 vinningum
6. Borð. Baldvin Kristjánsson 1 af 2 vinningum
6. Borð. Magnús Björnsson 1 af 1 vinningi.
Í fyrstu umferð öttu okkar menn kappi við B sveit unglinga í Taflfélagi Reykjavíkur og vannst sú viðureign 6-0. Í annari umferð D sveit Fjölnis og vannst sú viðureign einnig 6-0. Þá var röðin komin að Vestmannaeyingum og eftir mikinn barning og undarlegan viðsnúning í ýmsum skákum lyktaði viðureigninni með jafntefli 3-3. Í lokaumferðinni var tefld við A sveit unglinga í Taflfélagi Reykjavíkur og vannst sú viðureign 5-1.
Alls komast þrjú lið upp um deild en það verður ekki ljóst hvort lið Skákfélags Sauðárkróks verður eitt þeirra fyrr en í marsmánuði, því þá er síðari hluti Íslandsmótsins tefldur.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.