16.9.2015 | 15:37
Vetrarstarfið er hafið
Vetrarstarf Skákfélags Sauðárkróks hófst sunnudaginn 30. ágúst síðastliðinn með atskákmóti í garðinum hjá Jóni Arnljótssyni á Mælifellsá. Sex keppendur mættu galvaskir til leiks í fallegu veðri en nokkrum svala sem menn klæddu einfaldlega af sér. Fóru leikar þannig að Pálmi Sighvatsson náði að leggja alla sína andstæðinga og hlaut 5 vinninga. Næstir komu Þór Hjaltalín með 3 ½ og Jón Arnljótsson með 3 vinninga.
Æfingar verða, líkt og síðasta vetur, í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju á miðvikudögum kl. 20 og eru allir velkomnir, konur og karlar, ungir og gamlir og byrjendur jafnt sem lengra komnir. Unnið er að gerð æfinga- og mótaáætlunar fyrir veturinn og verður birt hér á heimasíðunni von bráðar.
Fyrri hluti íslandsmóts skákfélaga mun fara fram núna aðra helgi, 25. 27. september, og verða tefldar fjórar umferðir í þessari lotu. Að venju munu Sauðkrækingar senda sveit til keppninnar, en liðið er núna í 4. deild. Sagðar verða fréttir af gengi liðsins hér á síðunni.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.