Lokaumferð frestað vegna ófærðar og snjóflóðahættu

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að ljúka fimmtu og síðustu umferð Skákþings Skagafjarðar - Landsbankamótsins, en tíðarfarið hefur reynst okkur afar óhagstætt. Ákveðið hefur verið að umferðin verði tefld á Sauðárkróki næsta miðvikudag kl 20.  Pálmi Sighvats leiðir nú mótið með 3,5 vinninga, en staðan er tvísýn og enn eiga þeir Jón Arnljótsson og Birkir Már Magnússon von um að hafa sigur í mótinu. Ef guð lofar fæst úr því skorið í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband