14.2.2015 | 16:28
Jón Arnljóts og Jakob Sævar efstir eftir tvær umferðir
Annari umferð Skákþings Skagafjarðar lauk nú fyrir stundu. Keppnisandinn er góður og er barist til siðasta bloðdropa. Tveir standa nú uppi með fullt hús vinninga, en það eru þeir Jón Arnljótsson og Jakob Sævar Sigurðsson. Þeir félagarnir hafa nú verið paraðir í þriðju umferð og má ljóst vera að þar mætast stálin stinn. Þeir Pálmi Sighvats og Örn Þórarinsson fylgja svo fast á eftir með 1½ vinning hvor. Önnur úrslið og pörun þriðju umferðar má sjá á vefslóðinni: http://chess-results.com/Tnr161398.aspx?lan=1
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.