Skákþing Skagafjarðar 2015 - Landsbankamótið

4050003302_4c35c79a94Skákþing Skagafjarðar – Landsbankamótið, hefst miðvikudaginn 11. febrúar klukkan 20. Teflt verður í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, Aðalgötu 1 á Sauðárkróki. Tefldar verða 5 umferðir samkvæmt svissnesku kerfi.*

 

Dagskrá:

1. umf. miðvikudagur 11. febrúar kl. 20

2. umf. laugardagur 14 febrúar kl. 10

3. umf. miðvikudag 18. febrúar kl. 20

4. umf. laugardag 21. febrúar kl. 10

5. umf. miðvikudag 25. febrúar kl. 20

Öllum er heimil þáttaka í mótinu og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið „Skákmeistari Skagafjarðar 2015“.**

Heimilt verður að sitja hjá eina umferð (að undanskilinni síðustu umferð) og taka ½ vinning fyrir það. Ósk um yfirsetu þarf að berast mótsstjórn í síðasta lagi við upphaf umferðarinnar á undan.

Umhugsunartími verður 90 mín á skákina auk þess sem 30 sek bætast við tímann fyrir hvern leik (90 mín + 30 sek á leik). Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga. Skráning er á netfangið thor@minjastofnun.is og á skákstað eigi síðar en 15 mín fyrir upphaf fyrstu umferðar.

 

* Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á auglýstu fyrirkomulagi þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Endanlegt fyrirkomulag verður tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferðar.

** Skákmeistari Skagafjarðar getur aðeins sá orðið sem er búsettur í Skagafirði og/eða er fullgildur félagi í Skákfélagi Sauðárkróks eða Skákfélagi Siglufjarðar.

(Ljósmynd: Hjalti Árnason)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband