Jón Arnljótsson atskákmeistari 2015

Átta skákmenn skráðu sig til leiks í atskákmeistaramót Skákfélags Sauðárkróks 2015. Mótið varð því 7 umferðir og fór fyrri hlutinn fram þann 7. janúar (umf. 1-3), en síðari hlutinn fór fram í gær, þann 14. janúar (umf. 4-7). Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöðvandi og var hann búinn að leggja alla sína andstæðinga fyrir lokaumferðina, en þá tefldi hann við Þór Hjaltalín. Eftir æsispennandi endatafl og tímahrak ákváðu þeir að skipta með sér jöfnum hlut og endaði Jón með 6½ vinning. Birkir Már Magnússon tefldi af miklu öryggi og tapaði aðeins fyrir Jóni og náði öðru sæti með 6 vinninga. Þór Hjaltalín varð svo þriðji með 5½ vinning. Það setti nokkurt strik í reikninginn að tveir skákmenn forfölluðust í síðari hlutanum. Næstu tveir miðvikudagar verða hefðbundnir æfingadagar þar sem tefldar verða 15.mín. skákir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband