5.10.2014 | 20:49
Skákfélag Sauđárkróks í öđru sćti eftir fyrri hlutann
Fjórđa umferđ Íslandsmóts skákfélaga var tefld í dag og öttu Sauđkrćkingar kappi viđ b-sveit Vinaskákfélagsins. Fóru leikar ţannig ađ sigur hafđist í fjórum skákum en tveimur lauk međ jafntefli og lokaniđurstađa ţví 5-1 fyrir Sauđárkrók. Jón lagđi sinn andstćđing á 1. borđi og sömuleiđis Pálmi á 2. borđi. Árni og Ţór skildu jafnir viđ sína andstćđinga á 3. og 4. borđi, en Davíđ og Guđmundur höfđu svo sigur á 5. og 6. borđi. Guđmundur hefur teflt af miklu öryggi í ţessum fyrri hluta mótsins og lagt alla sína andstćđinga og fengiđ fjóra vinninga af fjórum. Ţađ er betra skor en nokkur annar hefur fengiđ í keppninni. Fyrri hluta keppninnar er nú lokiđ en síđustu ţrjár umferđirnar verđa tefldar 20.-21. mars á nćsta ári. Eins og komiđ hefur fram hér á fréttasíđunni ţá féll sveitin niđur í 4. deild síđasta vetur. Spurningin er ţví hvort viđ náum ađ klóra okkur upp í 3. deildina aftur en ţrjár efstu sveitirnar munu fćrast upp um deild.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.