Í fjórða sæti eftir þrjár umferðir

Lið Skákfélags Sauðárkróks er sem stendur í 4. sæti af 16 liðum í fjórðu deild Íslandsmóts skákfélaga sem fer fram nú um helgina. Í fyrstu umferð vannst sigur á A unglingaliði Skákfélags Reykjavíkur 4 1/2 vinningar á móti 1 1/2. Jón, Pálmi, Þór og Guðmundur sigruðu, Unnar gerði jafntefli en Davíð varð að bíta í það súra epli að tapa. 

Í annari umferð mættum við liði nágrannana úr Skákfélagi Siglufjarðar og var það hörku viðureign sem hefði getað farið á hvern veginn. Að þessu sinni sigruðu Siglfirðingar 3 1/2 - 2 1/2. Unnar og Guðmundur sigruðu. Þór gerði jafntelfi en Jón, Árni og Pálmi töpuðu.

Í þriðju umferð vannst síðan öruggur 5-1 sigur á ungri og efnilegri sveit Fjölnis í Grafarvogi. Jón tapaði á 1. borði en aðrir sigruðu. Á morgun verður att kappi við B sveit Vinaklúbbsins og er það síðasta viðureignin í fyrri hluta Íslandsmótsins. í vor verður síðari hlutinn tefldur og kemur þá í ljós hvort liðinu tekst að endurheimta sæti sitt í þriðju deild, en þrjú lið vinna sér rétt til að fara upp um deild 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband