Úrslit á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki

landsmot

Keppni í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki lauk í gær. Alls voru 46 keppendur skráðir til leiks en nokkru færri mættu til keppni  í eldri flokki, þ.e. keppendur 15-18 ára. Þar voru aðeins 6 keppendur mættir og tefldu allir við alla. Tefldar voru 6 umferðir eftir svissnesku kerfi í yngri flokknum, þar sem 26 keppendur mættu til leiks en í báðum flokkum höfðu keppendur 10 mínútna umhugsunartíma.

Öruggur sigurvegari í eldri flokki var Akureyringurinn Símon Þórhallsson sem sigraði alla sína andstæðinga. Í öðru sæti var Emil Draupnir Baldursson USAH  með 4 vinninga og Sigurður Ingi Hjartarson UMSS þriðji með 3 vinninga. Aðrir keppendur voru Magnea Helga Guðmundsdóttir UMSE, Þórarinn Þórarinsson ÍH og Arnór Stefánsson ÍH.

Alls mættu 27 keppendur í yngri flokk og var keppnin afar spennandi. Að loknum 6 umferðum var niðurstaðan sú að fjórir keppendur voru eftir og jafnir með 5 vinninga. Varð því að grípa til stigaútreiknings til að skera úr um sigurvegara. Niðurstaðan varð sú að í fyrsta sæti varð Sverrir Hákonarson UMSK (21,5 stig). Í öðru sæti Aron Birkir Guðmundsson HSK (18,5 stig) og í þriðja sæti Heiðar Óli Guðmundsson HSK (17,5 stig). Brynjar Bjarkason varð í fjórða sæti (16,5 stig). Í 5-8. sæti urðu Hákon Ingi Rafnsson UMSS, Snædís Birna Árnadóttir  ÍBR, Emil Draupnir Baldursson USAH og Magnús Hólm Freysson UMSS en þau fengu öll 4 vinninga. Í 9.-13. sæti urðu Halldór Jökull Ólafsson UMF Hrafnaflóka, Eiríkur Þór Björnsson USAH, Benedikt Fadel Farak HSK, Eyþór Ingólfsson HSÞ og Anton Breki Viktorsson  með 3 ½ vinning. Í 14.-16.sæti urðu Kristján Davíð Björnsson HSÞ, Haraldur Árni Sigurðsson ÍH, Þorvarður Hjaltason ÍH með 3 vinninga. Aðrir keppendur voru Helga Dís Magnúsdóttir UMSE, Sunna Þórhallsdóttir Akureyri, Þórunn Harpa Garðarsdóttir Fjölni, Bergþór Bjarkason ÍH, Haraldur Elís Gíslason ÍH, Óðinn Smári Albertsson UMSS, Arnar Steinn Hafsteinsson, Hrannar Snær Magnússon UMSE, Kristinn Hugi Arnarson UMSK, Natalía Sól Jóhannsdóttir HSÞ og Jósavin Arason HSÞ.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband