27.1.2014 | 16:23
Meistaramót Skákfélags Sauðárkróks hefst á morgun
Meistaramót Skákfélags Sauðárkróks hefst á morgun, þriðjudaginn 28. janúar, í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl 20:00. Tefldar verða 5 umferðir og verða þær tefldar næstu þriðjudaga. Mótinu líkur undir lok febrúarmánaðar. Teflt verður eftir tímamörkunum 90 mín + 30 sec. Hægt er að skrá sig til leiks í netfanginu unnar.ingvarsson@gmail.com Æskilegt er að slíkt sé gert með fyrirvara.
Hjáseta verður leyfð í einni af þremur fyrstu umferðunum. Tilkynning um slíkt verður að berast fyrir röðun næstu umferðar.
Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga og teflt verður eftir skákreglum FIDE.
Á mótinu verður teflt með nýjum stafrænum skákklukkum sem Sparisjóður Skagafjarðar hefur fært klúbbnum að gjöf.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.