23.1.2014 | 17:11
Guðmundur sigrar með fullu húsi
Guðmundur Gunnarsson var öruggur sigurvegari á Atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks sem lauk nú í vikunni. Gerði Guðmundur sér lítið fyrir og sigraði alla andstæðinga sína og hlaut 7 vinning. Í öðru sæti varð Jón Arnljótsson með 5 1/2 vinning og þriðji Unnar Ingvarsson með 4 1/2 vinning. Alls tóku 8 skákmenn þátt í mótinu.
Næsta þriðjudagskvöld hefst meistaramót félagsins. Teflt verður eftir tímamörkunum 1:30 klst + 30 sec á leik. Mikilvægt er að skrá sig til leiks á mótið, sem verður 5 umferðir, sem telfdar verða næstu þriðjudagskvöld.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 24.1.2014 kl. 21:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.