7.11.2013 | 15:40
Fréttir frá aðalfundi
Ný stjórn Skákfélags Sauðárkróks var skipuð á aðalfundi félagsins 5. nóvember s.l. Hana skipa Guðmundur Gunnarsson, Unnar Ingvarsson og Þór Hjaltalín. Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og er verið að vinna að gerð móta- og æfingaplans fram á vor. Jafnframt er fyrirhugað að félagið standi fyrir barna- og unglingaæfingum í vetur.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.