14.10.2013 | 13:40
Það er vont og venst ekki
Viðureign okkar manna við sveit GM Hellis í 4 umferð Íslandsmóts skákfélaga var í meira lagi slök frá okkar hálfu. Unnar fór á undan með vondu fordæmi og lék niður hartnær unninni stöðu eftir að hafa ekki séð tiltölulega einfalt framhald til að sigra og í kjölfarið töpuðust viðureignirnar á þremur neðstu borðunum. Jón klóraði í bakkann á fyrsta borði og Þór gerði jafntefli eftir að hafa einnig haft unna stöðu fyrir framan sig. Semsagt afleit úrslit og ljóst að róðurinn verður erfiður í vor að halda sæti okkar í þriðju deild.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.