Jafnt í annari umferð en tap í þriðju

Í annari umferð Íslandsmóts skákfélaga gerði sveit Skákfélags Sauðárkróks jafntefli við c sveit Víkingaklúbbsins. Fékk hvor sveit 3 vinninga. Sigrar unnust fljótlega á neðstu borðunum þar sem þeir Davíð Örn Þorsteinsson og Guðmundur Gunnarsson sigruðu örugglega. Þór Hjaltalín og Þorleifur Ingvarsson gerðu jafntefli á 3. og 4. borði en Unnar tapaði örugglega á öðru borði en Jón var óheppinn að ná ekki jafntefli á því fyrsta. Niðurstaðan hefði því getað verið betri, en 1 stig er betra en ekkert. 

Í þriðju umferð mættum við A sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis. Um hörku viðureign var að ræða. Jón gerði fljótlega jafntefli á fyrsta borði, en hinar skákirnar voru spennandi og skemmtilegar. Úrslitin voru hins vegar ekki til að hrópa húrra fyrir, þar sem þær töpuðust allar! Við áttum vissulega meira skilið úr þessari viðureign þó sigur Selfyssinga hafi verið sanngjarn.

Í fjórðu umferð í fyrramálið mætum við e liði GM-Hellis og er stefnan að sjálfsögðu sett á sigur, enda mjög mikilvægt ef möguleiki er á að liðið haldi sér í deildinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband