12.10.2013 | 01:22
Tap í fyrstu umferð Íslandsmót skákfélaga
D sveit GM Hellis sigraði okkar menn með 4 1/2 vinningi gegn 1 1/2 í fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer í Rimaskóla. Um 300 skákmenn sitja að tafli í hverri umferð, en teflt er í fjórum deildum og er Skákfélag Sauðárkróks í þeirri þriðju ásamt 14 öðrum liðum.
D sveit hins nýsameinaða liðs Hellis og Goðans var heldur sterkara á pappírunum en okkar menn, en sigur þeirra var þó óþarflega stór. Aðeins Þorleifur náði að sigra á 3ja borði og Þór Hjaltalín gerði jafntefli á því fjórða. Unnar var með gjörunna stöðu á öðru borði en tókst einhvern vegin að klúðra stórkostlega og þeir Jón á fyrsta borði, Davíð á fimmta borði og Guðmundur á sjötta borði töpuðu. Jón hafnaði jafnteflisboðið snemma í skákinni og Guðmundur var með vænlega stöðu á 6. borði um tíma.
Í fyrri umferð morgundagsins mætum við C liði Víkingaklúbbsins og verður liðið óbreytt frá fyrstu umferðini.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.