Stefán sigraði Hannes Hlífar

Stefán Bergsson sigraði stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í

Hannes Hlífar sigraðisíðustu umferð Skákþings Norðlendinga og tryggði sér þannig titilinn Skákmeistari Norðlendinga 2013. Hannes hafði hins vegar þegar tryggt sér sigurinn í mótinu. Helstu úrslit urðu.Stefán Bergsson Norðurlandsmeistari

1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 vinningar

2. Þorvarður Fannar Ólafsson 5 1/2 vinningur

3-4 Sverrir Örn Björnsson og Stefán Bergsson 5 vinningar 

5 Vigfús Ó. Vigfússon 4 1/2 vinningur. Vigfús fékk jafnframt verðlaun fyrir besta árangur undir 2000 stigum.

Þá fengu þeir Sigurður Ægisson, Jón Arnljótsson og Jakob Sævar Sigurðsson verðlaun fyrir besta árangur undir 1800 stigum.

Mótið tókst hið besta og var ánægja með framkvæmdina. Hægt er að sjá heildarúrslit á síðunni http://chess-results.com/tnr98153.aspx?art=1&rd=7&lan=1&wi=821 en einnig er hægt að skoða myndir frá mótinu hér á síðunni og á www.skak.is.

Hraðskákmót Norðurlands var haldið strax að loknum kappskákunum og gerði Stefán Bergsson sér lítið fyrir og sigraði alla 12 andstæðinga sína. Hann er því ósigaður í 14 skákum í röð. Hægt er að sjá úrslit hraðskákmótsins á þessari slóð: http://chess-results.com/tnr98868.aspx?art=1&lan=1&wi=821 

Við upphaf mótsins var Haraldur Hermannsson heiðraður fyrir áralangt starf að skagfirsku skáklífi  og fékk hann gjafir bæði frá Skáksambandi Íslands sem Skákfélagi Sauarkróks 

Haraldur Hermannsson og Gunnar Björnsson

Gunnar Björnsson var skákstjóri mótsins og stóð sig að venju hið besta og er honum þakkað starfið. Gestum þökkum við skemmtilega helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband