21.4.2013 | 09:42
Sveinbjörn náði ekki að leggja Hannes
Þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaði Akureyringurinn síkáti, Sveinbjörn Sigurðsson fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni í næst síðustu umferð og hefur Hannes því tryggt sér sigur í mótinu fyrir síðustu umferð. Haukamennirnir Sverrir Örn og Þorvarður gerðu jafntefli en án mikillar baráttu. Helstu úrslit önnur voru að Stefán Bergsson sigraði Rúnar Sigurpálsson, Jón Kristinn Þorgeirsson sigraði Hjörleif Halldórsson og Áskell Örn sigraði Andra Frey Björgvinsson. Mikil spenna er hver mun hreppa titilinn Skákmeistari Norðurlands. Í síðustu umferð mætast m.a. Stefán Bergsson og Hannes Hlífar, Þorvarður Ólafsson og Áskell Örn Kárason, Jón Kristinn og Sverrir Örn og Vigfús Vigfússon mætir Sveinbirni Sigurðssyni.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.