20.4.2013 | 14:32
Hannes enn ósigraður
Hannes Hlífar heldur áfram sigurgöngu sinni á Skákþingi Norðlendinga og varð Rúnar Sigurpálsson fórnarlambið í 5. umferð. Hannes er með fullt hús en Haukamennirnir Sverrir Örn Björnsson og Þorvarður F. Ólafsson koma næstir með fjóra vinninga. Með 3 vinninga koma síðan fjórir norðanmenn, þeir Rúnar Sigurpálsson, Stefán Bergsson, Hjörleifur Halldórsson og síðast en ekki síst Sveinbjörn Sigurðsson, en hann mun mæta Hannesi Hlífari í næstu umferð og verður án efa um stórskemmtilega viðureign að ræða.
Hægt er að nálgast úrslit á eftirfarandi slóð:
http://chess-results.com/tnr98153.aspx?art=1&rd=5&lan=1&wi=821
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.