Naumt tap fyrir KR í fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga

Fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga, sem fer fram í Reykjavík nú um helgina, er lokið og ljóst að hún tapaðist með 2 1/2 vinningi gegn 3 1/2. Sveit KR er mjög sterk og státar m.a. að dönskum fidemeistara á fyrsta borði og fyrrum Íslandsmeistara Gunnari Kr. Gunnarssyni á öðru. Fyrirfram var því búist við erfiðum degi hjá okkar mönnum. Okkar menn stóðu sig hins vegar vel og voru í raun óheppnir að ná ekki að landa jafntefli í viðureigninni.
Þeir Unnar Ingvarsson og Birgir Örn Steingrímsson sigruðu í sínum skákum á öðru og þriðja borði. Þór Hjaltalín gerði jafntefli á fimmta borði, en Jón Arnljótsson, sem telfdi á fyrsta borði, Hörður Ingimarsson á fjórða borði og Davíð Örn Þorsteinsson á sjötta borði töpuðu. Í fyrramálið mætir sveitin liði A liði Vinjar, en þeir hafa á að skipa sterku liði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband