9.10.2010 | 22:40
Lið Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti
Eftir annan keppnisdag í Íslandsmóti Skákfélaga er lið Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild. Í dag vanst 6-0 sigur á C liði Fjölnis og 3 1/2 -2 1/2 sigur á liði Skákfélags Selfoss. Eins og gefur að skilja unnu allir í fyrri umferðinni. Í þeirri síðar sigruðu þeir Jón og Davíð. Unnar, Guðmundur og Árni gerðu jafntefli en Hörður tapaði. Lið okkar og Selfoss voru mjög áþekk að styrkleika og því um mjög góðan sigur að ræða. Á morgun, í síðustu umferð í fyrri hluta mótsins, mætum við Laugvetningum.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 11.10.2010 kl. 16:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.