Færsluflokkur: Spil og leikir

Skákæfingar hefjast að nýju

Skákæfingar Skákfélags Sauðárkróks hefjast að nýju þriðjudaginn 8. september n.k. kl. 20.00. Að venju verður teflt í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Íslandsmót skákfélaga verður síðustu helgi í september og ekki seinna vænna að fara að hreyfa kallana fyrir mótið.

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer nú fram á Sauðárkróki. Sá Skákfélag Sauðárkróks um skákkeppnina að þessu sinni. Telfdar voru 7 umferðir og voru tímamörkin 10 mínútur á keppanda í hverri skák.

Alls kepptu 21 í einum flokki á mótinu, en veitt voru aldursflokkaverðlaun.

Helstu úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi.

1. sæti: Mikael Jóhann Karlsson UFA 7 vinninga af 7 mögulegum

2. sæti: Jóhann Óli Eiðsson UMSB 6 vinninga 

3. sæti: Elise Marie Valjaots UMSE 5 vinninga

4-7. sæti Hjörtur Snær Jónsson UFA, Hersteinn Heiðarsson UFA, Snorri Hallgrímsson HSÞ og Emil Sigurðsson HSk 4 1/2 vinning.

Í flokki 15-16 ára stráka sigraði Jóhann Óli Eiðsson með 6 vinninga

Í flokki 15-16 ára stúlkna sigraði Elise Marie Valjaots með 5 vinninga

Í flokki 13-14 ára stráka sigraði Mikael Jóhann Karlsson með 7 vinninga

Í flokki 13-14 ára stúlkna sigraði Hulda Rún Finnbogadóttir UMSB með 4 vinninga

Í flokki 11-12 ára stráka sigraði Snorri Hallgrímsson HSÞ með 4 1/2 vinning.

 Í flokki 11-12 ára stúlkna sigraði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir UMSK með 2 vinninga

Sjá einnig heimasíðu Ungmennafélags Íslands www.umfi.is


Sigur gegn Bolvíkingum - 10 sæti niðurstaðan

Skákfélag Sauðárkróks varð í 10 sæti fjórðu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem lauk nú í kvöld. Í 7. og síðustu umferð var att kappi við c-sveit Bolvíkinga og vannst góður sigur 4 vinningar gegn 2. Jón Arnljótsson, Unnar Ingvarsson og Davíð Örn Þorsteinsson sigruðu í sínum skákum Pálmi Sighvatsson og Árni Þór Þorsteinsson gerðu jafntefli. Ekki tókst að manna 6 borðið og töpuðum við því þar ótelfdri skák.

 Niðurstaðan úr mótinu var því sú að lið skákfélagsins hlaut 22,5 vinninga af 42 mögulegum og varð í 10 sæti, en 30 lið hófu keppni í mótinu. Okkar menn náðu sér mjög á strik á mótinu undir það síðasta og síðustu tvær umferðirnar voru mjög ánægjulegar.

 Bestum árangri okkar manna náði Árni Þór Þorsteinsson, sem fékk 5 vinninga af 7 mögulegum.

 


Góður sigur gegn Akureyringum

í 6. umferð Íslandsmóts Skákfélaga var telft á móti d-liði Skákfélags Akureyrar. Liðið skipar blanda af eldri skákmönnum og ungum og efnilegum. Því miður tókst okkur ekki að mæta með fullmannaða sveit, þar sem einn af okkar mönnum varð fórnarlamb flensunnar. Því var sjötta borðið autt. Hinar skákinar unnust hins vegar og niðurstaðan því 5-1 sigur, sem er mjög góður árangur.

Jón Arnljótsson, Pálmi Sighvatsson, Unnar Ingvarsson, Árni Þór Þorsteinsson og Davíð Örn Þorsteinsson unnu sínar skákir.


Afhroð gegn b-sveit Vestmannaeyja

Fimmta umferð í Íslandsmóti skákfélaga var tefld nú í kvöld og mættum við b-sveit Vestmanneyinga. Óhætt er að segja að þar höfum við mætt ofjörlum okkar og niðurstaðan var 0-6 tap. Klaufalegir afleikir einkenndu viðureignina, en því miður voru þeir allir okkar megin að þessu sinni.

 Lið Skákfélags Sauðárkróks skipuðu þeir Jón Arnljótsson, Pálmi Sighvats, Unnar Ingvarsson, Hörður Ingimarsson, Árni Þór Þorsteinsson og Davíð Örn Þorsteinsson. Stjórn félagsins hefur ákveðið að þeir verði ekki reknir úr félaginu að sinni og menn hafa tækifæri til að bæta sig á morgun, en í fyrri umferð laugardags mætum við sveit frá heimamönnum í Skákfélagi Akureyrar.


Skákæfingar á þriðjudögum

Þrátt fyrir margvíslega óáran minnum við á skákæfingar félagisins í Safnahúsinu á Sauðárkróki  öll þriðjudagskvöld kl. 20.00. Gott tækifæri til að hvíla hugann á þessum síðustu og verstu.

Stórtap gegn Bolvíkingum

Í fjórðu umferð máttum við þola 1-5 tap gegn C-sveit Bolvíkinga, en sveitin er að mestu skipuð sömu mönnum og unnu sig upp úr fjórðu deildinni í fyrra! Bolvíkingar voru einfaldlega miklu sterkari en við og því fór sem fór. Árni Þór vann góðan sigur á 6 borði. Annars börðust okkar menn vel og hefðu getað uppskorið 1 vinning í viðbót, en úrslitin annars sanngjörn.

Félagið er í 10-12 sæti eftir fyrri hluta mótsins, en hefur telft við tvö sterkustu liðin, þannig að þokkalegir möguleikar ættu að vera í síðari hluta að hækka verulega.


Skammt stórra högga á milli

Eftir tvo stórsigra var viðbúið að við mættum ofjörlum okkar. Svo varð í þriðju umferð, þegar við mættum Mátum, sem er nýtt skákfélag, skipað fyrrum Akureyringum. Meðalstig þeirra eru langt yfir 2000 og því varla von á hagstæðum úrslitum. Niðurstaðan varð sú að við fengum aðeins hálfan vinning gegn 5 1/2 vinningi Mátanna. Aðeins Árni Þór Þorsteinsson náði jafntelfi, en okkar mönnum til hróss, þá börðust þeir af mikilli hörku, þrátt fyrir að um ofurefli væri að etja að þessu sinni.

Þrátt fyrir þetta stóra tap erum við í 4 sæti deildarinnar og mætum liði Bolvíkinga í næstu umferð. Bolvíkingar eru með geysisterkt lið og því enn um ramman reip að draga fyrir okkar menn.

Eftir þessa umferð verður gert hlé á keppninni, en síðari hluti hennar fer fram á Akureyri í marsmánuði á næsta ári.


Stórsigur í annari umferð

Annar 6-0 sigur vannst í annari umferð á móti d sveit Skákfélags Vestmannaeyja. Sveitin sú hafði á að skipa ungum og geysieflilegum krökkum. Skákfélag Sauðárkróks er því langefst í fjórðu deild með 12 vinninga eftir 2 umferðir. Líklega verður þriðja umferðin sem tefld er kl. 5 okkur mun erfiðari.

Úrslit fyrstu umferðar á Íslandsmóti Skákfélaga

Okkar menn unnu öruggan sigur á barnasveit Hellis, fengu 6 vinninga gegn engum. Hætt er við að róðurinn verði erfiðari í annari umferð sem hefst kl. 11. í fyrramálið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband