Norðurlandsmóti lokið

Skákþingi Norðlendinga 2017 er lokið með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum.  Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með 5 vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji.  Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson.  Þessir 5 fengu peningaverðlaun.  4 vinninga hlutu Leó Örn Jóhannsson, Sigurður Eiríksson Akureyri og Jón Arnljótsson Skagafirði.  Með 3 1/2 voru Gauti Páll Jónsson og Akureyringarnir Tómas Veigar Sigurðsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.  Verðlaun í flokki skákmanna undir 1800 stigum fengu Páll Þórsson, Karl Egill Steingrímsson, Hjörleifur Halldórsson, Hermann Aðalsteinsson og Helgi Pétur Gunnarsson.  Þeir hlutu 3 vinninga, en Karl og Hjörleifur komu frá Akureyri og Hermann úr Þingeyjarsýslu.  Einar Örn Hreinsson Sauðárkróki fékk 2 1/2 vinning eftir góðan endasprett. Jón Magnússon aAkureyri og Guðmundur Gunnarsson Sauðárkróki fengu 2 v. og lestina rak Pétur Bjarnason Suðárkróki með 1 v.  20 tóku þátt, 4 heimamenn, 7 komu frá Akureyri, 1 úr Þingeyjarsýslu og 8 gestir að sunnan og Þaðan kom einnig dómari mótsins Ingibjörg Edda Birgisdóttir, en hún á reyndar ættir að rekja í Skagafjörðinn.  Hraðskákþing Norðlendinga var haldið að hinu loknu, 11 tóku þátt og telfdu 7 umferðir með 3 mín. umhugsunartíma + 2 sek. á leik.  Efstir urðu Róbert Lagermann og Jón Kristinn Þorgeirsson með 6 1/2 vinning.  Jón varð Hraðskákmeistari Norðlendinga.  Sjá  hér nánar um hraðskákmótið og hérna um aðalmótið.  Myndirnar, hér að neðan, tók Ingibjörg Edda. af 3 efstu mönnum Haraldi, með bikarana, Ingvari og Stefáni. Á hinni er Jón Kristinn.Hraðskákmeistari Norðlendinga

Verðlaunahafar


Bloggfærslur 26. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband