Aðalfundur Skákfélags Sauðárkróks 2016

Aðalfundur Skákfélags Sauðárkróks fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20, í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Til fundarins hefur áður verið boðað með auglýstri dagskrá með meira en tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn fer fram fyrir hefðbundna æfingu en atkvæðisrétt á fundinum hafa skráðir félagsmenn. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

 

Þór Hjaltalín,

formaður Skákfélags Sauðárkróks.


Bloggfærslur 15. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband