Skákæfingar hafnar að nýju

Síðastliðið miðvikudagskvöld hófust skákæfingar að nýju, eftir nærri árshlé. Að vísu var reynt að byrja í haust, þegar covid-reglurnar voru mildastar, en það stóð ekki lengi og voru það aðeins 2 æfingar sem fleiri en 1 mætti á. 4 mættu á miðvikudaginn og von er á fleirum á næstu æfingu, en æfingarnar eru öllum opnar og hefjast kl. 8 (20.00) á kvöldin og standa oftast til 11 (stundum lengur) en þátttakendum er frjálst að koma og fara þegar þeim hentar, því skipulagið er ekki mjög strangt. Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga, sem hófst haustið 2019 og félagið tekur þátt í hefur ekki enn verið haldinn, en er nú á dagskrá í maí, með fyrirvara um sóttvarnastöðu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband