Hraðskák og jólafrí

6 mættu í hraðskákina síðasta miðvikudag, þeir sömu og telfdu í Skáþinginu.  Telfdar voru 15 umferðir og því mættust menn þrisvar.  Hörður varð hlutskarpastur á góðum endaspretti með 11 vinninga og 67 stig.  Pálmi varð annar, einnig með 11 vinninga, en 1 stigi minna.  Jón varð þriðji með 10 vinninga, Guðmundur fjórði með 7, Einar náði 4 og Baldvin 2

Nú er komið jólafrí hjá Skákfélaginu og verður næsta æfing væntanlega 3. janúar 2018


Skákþingi Skagafjarðar lokið

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk í gærkvöldi.  Hann hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum og hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð.  Jón Arnljótsson varð í öðru sæti með 3 og 1/2 vinning, Hörður Ingimarsson í þriðja, með 2 og 1/2 og 3,75 stig, en Baldvin Kristjánsson varð fjórði, einnig með 2 og 1/2 vinning, en 2,75 stig.  Guðmundur Gunnarsson varð fimmti og Einar Örn Hreinsson sjötti.

Næsta miðvikudagskvöld, 13. des., er fyrirhugað hraðskákmót, þar sem umhugsunartíminn er 5 mín.  Umferðafjöldi ræðst af fjölda þátttakenda, en stefnt á 10 - 14 umferðir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband